Jan 292014
 

Ambassadors her Excellency Bryndis Schram

His Excellency Jon Baldvin Hannibalson

straipsniai apie Užupio Konstitucijos islandų kalba atidengimą: 

15min.lt

vilnius.lt 

Uzhupis TV videoreportage about unveiling of Constitution in Icelandic

Stjomarskrá Uzupis

 

1   Allir eiga rétt á að búa við ánna Vilnelé og áin Vilnelé á rétt á að streyma hjá

2.  Allir eiga rétt á heitu vatni, hlýjum húsakynnum að vetri til og þaki yfir höfuðið

3.  Allir eiga rétt á að deyja, en það er ekki skylda

4.  Öllum er heimilt að verða á mistök

5.  Allir eiga rétt á að vera öðru vísi

6.  Allir eiga rétt á að elska

7.  Allir eiga rétt á að vera ekki elskaðir, en ekki endilega

8.  Allir eiga rétt á að vera hvorki eftirtektarverðir –  né  alræmdir

9.  Allir eiga rétt á að vera latir og nenna engu

10. Allir eiga rétt á að elska kisu og annast hana

11. Allir eiga rétt á að annast hundinn sinn uns dauðinn þá aðskilur

12.  Hundur á rétt á að vera hundur

13. Ketti er ekki skylt að elska eigenda sinn, en ber að leggja honum lið á neyðarstund

14.  Allir mega varpa af sér oki ábyrgðarinnar – endrum og eins

15.  Allir eiga rétt á að efast, en það er engum skylt

16.  Allir eiga rétt á að vera hamingjusamir

17.  Allir eiga rétt á að vera óhamingjusamir

18.  Allir eiga rétt á að þegja

19.  Allir eiga rétt á að trúa

20.  Enginn á rétt á að beita valdi

21.  Allir eiga rétt á að játa vanmátt sinn

22.  Enginn er eilífur

23.  Allir eiga rétt á að leita skilnings

24.  Allir eiga rétt á að skilja ekkert

25.  Allir eiga rétt á að vera af hvaða þjóðerni sem er

26. Allir eiga rétt á að halda upp á afmæli sitt eða ekki

27. Allir eiga að geta sagt til nafns

28. Allir mega deila því sem þeir eiga

29.  Enginn má deila því sem hann ekki á

30. Allir eiga rétt á að eiga bræður, systur og foreldra

31. Allir eiga rétt á að vera óháðir

32. Allir bera ábyrgð á eigin frelsi

33. Allir eiga rétt á að gráta

34. Allir eiga rétt á að vera misskildir

35. Enginn má skella skuld á annan

36. Allir eiga rétt á að vera sjálfs sín herrar

37. Allir eiga rétt á að hafa ekki rétt fyrir sér

38. Allir eiga rétt á að lifa án ótta

39. Lát ekki kné fylgja kviði

40. Bjóddu hinn vangann

41. Gefumst aldrei upp

 

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(required)

(required)